Kveðja, Bríet LIVE á Skeggjastöðum - Vínyll
Bríet

Kveðja, Bríet LIVE á Skeggjastöðum - Vínyll

6.500 kr

Type

Lýsing

Bríet og platan 
Bríeti þarf vart að kynna en hún er ein vinsælasta tónlistarkona Íslands síðustu ára. 
Fyrsta breiðskífa hennar “Kveðja, Bríet” kom út 10. október 2020. Hún naut strax gríðarlegra vinsælda og braut mörg streymismet, öll níu lögin á breiðskífunni enduðu á Spotify topp 10 listanum í vikunni eftir útgáfu. “Kveðja, Bríet” var valin ‘besta plata ársins’ á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2021. Sama ár vann Bríet einnig í flokkunum ‘söngkona ársins’ og ‘textahöfundur ársins’. 


Í kjölfarið hefur Bríet endurtekið verið tilnefnd til og unnið fleiri verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum og hlustendaverðlaununum síðustu ár og er hvernig nærri hætt. Bríet hefur safnað yfir 46 milljón streymum og næstum 120.000 mánaðarlegum hlustendum á Spotify síðan “Kveðja, Bríet” kom út. 
Bríet hefur flutt tónlist sína margsinnis um allt Ísland og víðar um heim við frábærar undirtektir. Hún hefur fyllt öll helstu tónleikarými á Íslandi, allt frá Eldborg, Hörpu yfir í Vagninn á Flateyri. 

Nú horfir Bríet út fyrir landsteinana og eyðir tíma sínum í að semja og gefa út nýja tónlist á ensku. 

Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram að heimsækja þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Læra meira